Hver er Laddi? Og hvaðan kemur húmorinn sem hefur verið samofinn húmor heillar þjóðar í bráðum hálfa öld? Í þessari sýningu verður skyggnst inn í kollinn á Ladda, uppruni gamalkunnra persóna kannaður, þróun íslensks gríns sett undir smásjá og lyklar að manninum sjálfum á bak við grínið dregnir fram – en fyrst og fremst verður hlegið – og þakkað fyrir alla gleðina. 

Óborganleg sýning um óborganlegan mann sem fyrir löngu er orðinn þjóðargersemi og almannaeign.
Leikstjórinn og handritshöfundurinn Ólafur Egill hefur löngum sótt í íslenskan veruleika og sett upp hverja verðlaunasýninguna á fætur annarri þar sem hann kryfur samtímann og segir sögur þjóðarinnar. Nægir þar að nefna Níu líf og Ástu sem hann skrifaði og leikstýrði, og Elly sem hann skrifaði ásamt Gísla Erni Garðarssyni. Hér fær hann leikkonuna og handritshöfundinn Völu Kristínu Eiríksdóttur til liðs við sig í handritsskrifin og býður svo Þórhall Sigurðsson, sjálfan Ladda, velkominn í sófann ásamt fremstu gamanleikurum Borgarleikhússins.
Þetta er Laddi verður frumsýnd í mars 2025 á Stóra sviði Borgarleikhússins.

 

Laddi

„Ég valdi ekki leiklistina, leiklistin valdi mig.“

FÁLKAORÐAN 2019.

Þórhallur Sigurðsson

Þórhallur Sigurðsson (Laddi) fæddist í Hafnarfirði árið 1947.

Málverkin

TÓnlistin

Laddi er á Spotify

Hinn óborganlegi Laddi er mættur í Borgarleikhúsið

Hver er Laddi?

Stórkostlegt leikrit þar sem leikarar Borgarleikhússins fara á kostum í verki þar sem öllu er tjaldað til og engum hlíft.

S.B. Visir.is