LADDI

Þórhallur Sigurðsson (Laddi) fæddist í Hafnarfirði árið 1947.

Kona: Sigríður Rut Thorarensen

Faðir: Sigurður Haraldsson  Bóndi Kirkjubæ. (Dáin)

Móðir: Una Huld Guðmundsdóttir. (Dáin)

Börn: Marteinn, Ívar, Þórhallur, og Arnþór. 

Skólar: Lækjarskóli, Flensborg og Iðnskóli Hafnarfjarðar.

Ég valdi ekki leiklistina, leiklistin valdi mig.

Hann spilaði og söng

Hann spilaði og söng með hljómsveitinni Föxum og fleirum áður en hann hóf feril sinn sem leikari og skemmtikraftur í Ríkissjónvarpinu árið 1970. Hann hefur leikið í sjónvarpsleikritum og sjónvarpsþáttum: til dæmis Spaugstofunni, Imbakassnum, Heilsubælinu í Gervahverfi: að ógleymdum flestum áramótaskaupum frá upphafi.

Skemmtisýningum í Þórscafé og Hótel Sögu í fjölmörg ár. Lesið inná fjöldan allan af teiknimyndum. Laddi lék m.a. í Litlu hryllingsbúðinni í Gamla bíói, gamanleikritinu Nördinn og Fífl í hófi. 

Hann lék illmennið Fagin í söngleiknum Oliver í Þjóðleikhúsinu, lék í Grease, Kalla á þakinu og Sölku Völku  Ronju Ræningjadóttur, Viltu finna milljón, Ó fagra veröld, Lík í óskilum,og sýningunni Laddi 6-tugur í Borgarleikhúsinu. Laddi lengir lífið í Hörpu (Einleikur)

Galdrakallinn í Oz, og Hjónabandssæla í Gamlabíói leikhúsi.

Ekkert sérstakt í uppáhaldi

Laddi hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum, t.d. Stellu í orlofi og Stellu í framboði, Löggulífi,Magnúsi, Karlakórnum Heklu, Íslenska draumnum, Regínu, Jóhannesi,Okkar eigin Osló og Roklandi, Ófeigur, svo eitthvað sé nefnt.

Ekkert sérstakt stykki í uppáhaldi.

Laddi hefur lesið inn á fjöldan allann af teiknimyndum eins og: Strumpana (allar raddir) Bíómyndir um Strumpana, Lion king (Pumba) Aladdin (Andinn) Mulan (Drekann) og fleiri og fleiri.og fleiri